Treystum uppleggi stjórans

Marcus Rashford fagnar sigurmarki sínu.
Marcus Rashford fagnar sigurmarki sínu. AFP

Marcus Rashford, framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester United, reyndist hetja liðsins gegn PSG þegar liðin mættust í H-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Parc Des Princes í París í Frakklandi.

Leiknum lauk með 2:1-sigri United en Rashford skoraði sigurmark leiksins á 87. mínútu og var að vonum sáttur í leikslok.

„Það er alltaf gaman að skora en það sem mestu máli skiptir er sigurinn,“ sagði Rashford í samtali við BT Sport.

„Það er mikilvægt að byrja vel en þetta er bara einn leikur í keppninni. Við héldum einbeitingu allan tímann og ég vissi að við myndum fá tækifæri til þess að skora sigurmarkið. Það kom á endanum og við fengum þrjú stig.

Þetta er frammistaða sem við getum byggt helling ofan á. Við treystum stjóranum okkar og því sem hann lagði upp með fyrir leikinn, allan tímann, og ég er virkilgea ánægður með það. Við vörðumst frábærlega því það má ekki gleyma því að þeir eru með frábæra lekmenn innanborðs.

Við misstum aldrei trúnna eða hausinn í kvöld. Börðumst af krafti og vorum mjög ákáfir í öllum okkar aðgerðum. Við þurfum að halda áfram á sömu braut,“ bætti framherjinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert