Mistókst að fara á toppinn gegn meisturunum

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. AFP

Villarreal og Real Madríd skildu jöfn, 1:1, í toppslag í spænsku efstu deildinni í knattspyrnu í dag. Spænsku meistararnir í Real er í 4. sæti með 17 stig en Villarreal er í öðru sæti með 19 stig, stigi á eftir toppliði Real Sociedad. Heimamenn hefðu farið í toppsætið með sigri.

Heimamenn hafa farið vel af stað í deildinni en spænsku meistararnir tóku forystuna strax á annarri mínútu, Mariano Díaz skoraði það eftir fyrirgjöf frá Dani Carvajal. Gerard Moreno tryggði hins vegar Villarreal jafntefli er hann skoraði úr vítaspyrnu um stundarfjórðungi fyrir leikslok.

Klukkan 20 í kvöld fer svo fram stórleikur Atlético Madríd og Barcelona.

mbl.is