Í viðræðum í Bandaríkjunum

Mesut Özil horfir er á leið til Bandaríkjanna.
Mesut Özil horfir er á leið til Bandaríkjanna. AFP

Mesut Özil, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal, er í viðræðum við bandaríska félagið DC United. 

NBC Sports sem greinir frá þessu. Samningur Özil við Arsenal rennur út í sumar en hann hefur ekkert leikið með liðinu á leiktíðinni og hefur í raun verið úti í kuldanum síðan Mikel Arteta tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í desember 2019.

Özil er launahæsti leikmaður Arsenal en hann er orðinn 32 ára gamall og hefur meðal annars verið orðaður við lið í Tyrklandi, undanfarna mánuði.

Hjá DC United, sem er staðsett í Washington, yrði Özil launahæsti leikmaður liðsins og þá ætlar félagið að hjálpa honum að koma fatalínu hans M10 og kaffikeðju hans 39 Steps á framfæri eftir því sem kemur fram í frétt NBC Sports um málið.

Þá yrði Özil einnig andlit DC United en Wayne Rooney lék með liðinu frá 2018 til 2020 eftir að hafa komið til félagsins frá Everton.

DC United endaði í 24. sæti MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð og er það versti árangur í sögu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert