Fyrsti byrjunarliðsleikurinn í Grikklandi

Theódór Elmar Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í Grikklandi í …
Theódór Elmar Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik í Grikklandi í dag. Ljósmynd/Lamia

Theódór Elmar Bjarnason byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Lamia þegar liðið fékk AEK Aþenu í heimsókn í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 1:0-sigri AEK Aþenu en Theódór lék fyrstu 74 mínútur leiksins áður en honum var skipta af velli fyrir Guga Palavandishvili.

Þetta var þriðji leikur Elmars fyrir Lamia síðan hann gekk til liðs við félagið í lok desember en hann kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir félagið.

Lamia er í neðsta sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 5 stig eftir þrettán spilaða leiki en neðstu sjö lið deildarinnar fara í umspil um fall úr deildinni.

mbl.is