Sex á förum frá Spánarmeisturunum?

Luka Modric mun ekki fá nýjan samning á Spáni.
Luka Modric mun ekki fá nýjan samning á Spáni. AFP

Spánarmeistarar Real Madrid í knattspyrnu ætla að losa sig við sex leikmenn í sumar til þess að fjármagna kaupin á Kylian Mbappé, sóknarmanni PSG.

Það er spænski miðillinn AS sem greinir frá þessu en Mbappé hefur verið strerklega orðaður við Real Madrid undanfarin ár.

AS segir að Real Madrid ætli sér að losa sig við þá Gareth Bale, Marcelo, Luka Jovic, Isco, Dani Ceballos og Brahim Díaz.

Allir leikmennirnir fá vel borgað í spænsku höfuðborginni en þeir Marcelo, Isco og Gareth Bale verða allir samningslausir sumarið 2022.

Þá verður Luka Modric samningslaus næsta sumar og mun hann ekki fá nýjan samning hjá félaginu.

Þeir Jovic og Díaz eru báðir með langtímasamning við Real Madrid til sumarsins 2025 en þeir eru falir fyrir rétta upphæð.

mbl.is