Lét orkudrykkjaliðið vita hvað honum þótti um það (myndskeið)

Alecko Eskandarian fagnar marki sínu gegn New York Red Bulls.
Alecko Eskandarian fagnar marki sínu gegn New York Red Bulls. Skjáskot/MLS

Alecko Eskandarian er ekki nafn sem allir kannast við en hann átti fínan feril sem sóknarmaður í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu. Á þessum degi fyrir 15 árum skoraði hann fyrir DC United gegn New York Red Bulls og fagnaði á spaugilegan hátt.

Aðdragandann að fagninu má rekja til þess að austurríski orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hafði þá nýverið tekið yfir New York/New Jersey MetroStars og endurskírt liðið New York Red Bulls.

Eskandarian var ekki mjög hrifinn af þessari yfirtöku og lét forsvarsmenn New York-liðsins vita af því með fagni sínu, sem má sjá í meðfylgjandi myndskeiði:

mbl.is