Rússar æfir yfir landsliðstreyju Úkraínu

Rússar krefjast þess að UEFA grípi til aðgerða vegna landsliðstreyju …
Rússar krefjast þess að UEFA grípi til aðgerða vegna landsliðstreyju Úkraínu. AFP

Ráðamenn í Rússlandi eru afar ósáttir með landsliðtreyju úkraínska landsliðsins í knattspyrnu en bæði Rússland og Úkraína taka þátt í lokakeppni EM sem hefst á föstudaginn. Það er BBC sem greinir frá þessu.

Framan á treyju úkraínska landsliðsins eru útlínur Úkraínu en þar á meðal er Krímskagi sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014 en alþjóðasamfélagið mótmælir enn aðgerðum Rússa árið 2014.

Ráðamenn í Rússlandi hafa hvatt UEFA til þess að grípa til aðgerða gegn Úkraínu vegna treyjunnar en hún hefur verið samþykkt af evrópska knattspyrnusambandinu.

„UEFA hefur samþykkt treyju Úkraínu ásamt öðrum keppnisbúningum á mótinu,“ segir í skriflegu svari UEFA til BBC.

„Við teljum að landsliðstreyja Úkraínu muni veita leikmönnum liðsins kraft og styrk til afreka á mótinu,“ sagði Andriy Pavelko, formaður úkraínska knattspyrnusambandsins í samtali við fjölmiðla þegar treyjan var kynnt í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert