Milos tekinn við Hammarby

Milos Milojevic.
Milos Milojevic. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Knatt­spyrnuþjálf­ar­inn Mi­los Miloj­evic hefur tekið við sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby.

Mi­los, sem hef­ur stýrt Breiðabliki og Vík­ingi úr Reykja­vík hér á landi, var aðstoðarþjálf­ari Rauðu stjörn­unn­ar í Serbíu þar áður, en hann þekkir vel til í Svíþjóð. Hann var bæði aðstoðar- og aðalþjálf­ari Mjäll­by en hann var ráðinn aðstoðarþjálf­ari liðsins í janú­ar 2018 og tók al­farið við liðinu um sum­arið.

Hamm­ar­by er að stærst­um hluta í eigu sænska knatt­spyrnu­manns­ins Zlat­an Ibra­himovic en Stef­an Bill­born var rek­inn frá fé­lag­inu á dög­un­um eft­ir slæmt gengi í fyrstu leikj­um tíma­bils­ins.

Hamm­ar­by er í átt­unda sæti sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar eft­ir átta fyrstu um­ferðir tíma­bils­ins en félagið staðfesti ráðningu Milos á heimasíðu sinni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert