Glæsimark Messi dugði ekki til sigurs

Lionel Messi skoraði beint úr aukaspyrnu.
Lionel Messi skoraði beint úr aukaspyrnu. AFP

Argentína og Síle skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leik liðanna í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta í kvöld. Leikið var á Estadio Nilton Santos-vellinum í Palmas í miðhluta Brasilíu. 

Lionel Messi kom Argentínu yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 33. mínútu en Eduardo Vargas jafnaði á 57. mínútu, er hann var fyrstur að átta sig eftir að Emiliano Martínez varði víti frá Arturo Vidal, og þar við sat. 

Liðin eru í A-riðli ásamt Bólivíu, Paragvæ og Úrúgvæ. Fjögur efstu liðin fara áfram í átta liða úrslitin sem hefjast í júlí. 

mbl.is