Töpuðu í vítakeppni í úrslitaleik

Emil Hallfreðsson og félagar töpuðu í vítakeppni.
Emil Hallfreðsson og félagar töpuðu í vítakeppni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Emil Hallfreðsson og liðsfélagar hans í Padova misstu af sæti í B-deild Ítalíu eftir 4:5-tap fyrir Alessandria á útivelli í vítakeppni í seinni leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins.

Lokatölur í kvöld urðu 0:0, rétt eins og þegar liðin mættust í Padova í fyrri leiknum og því þurfti að framlengja. Ekkert var skorað í framlengingu og réðust úrslitin í vítakeppni þar sem Alessandria skoraði fimm mörk gegn fjórum hjá Padova.

Emil Hallfreðsson lék fyrstu 110 mínúturnar með Padova og nældi sér í gult spjald á 35. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert