Viðar skoraði og lagði upp í sigri í Íslendingaslag

Viðar Ari Jónsson fór á kostum með liði Sandefjord í …
Viðar Ari Jónsson fór á kostum með liði Sandefjord í dag.

Viðar Ari Jónsson átti frábæran leik á hægri kanti Sandefjord þegar liðið vann öruggan 3:0 sigur gegn Viking frá Stafangri í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Viðar Ari kom heimamönnum í Sandefjord á bragðið á 35. mínútu og Kristoffer Normann Hansen tvöfaldaði svo forystuna eftir tæplega klukkutíma leik.

Seint í leiknum, á fjórðu mínútu uppbótartíma, kom svo þriðja markið, sem Viðar Ari lagði upp fyrir Sivert Gussias.

Viðar Ari lék allan leikinn í liði Sandefjord og Samúel Kári Friðjónsson var tekinn af velli hjá Viking á fyrstu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma.

mbl.is