Ætlar sér að yfirgefa París

Kylian Mbappé er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu.
Kylian Mbappé er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu. AFP

Kylian Mbappé, sóknarmaður knattspyrnuliðs París SG í Frakklandi, hefur óskað eftir því að vera seldur frá félaginu. Það er spænski miðillinn AS sem greinir frá þessu.

Sóknarmaðurinn, sem er 22 ára gamall, verður samningslaus næsta sumar og hefur ekki viljað framlengja samning sinn í París.

Hann hefur verið orðaður við öll stærstu félög Evrópu undanfarin ár en hann gekk til liðs við PSG frá Monaco sumarið 2017 fyrir metfé.

Mbappé hefur verið sterklega orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool að undanförnu en hann kostar í kringum 150 milljónir evra.

Fá lið hafa efni á að kaupa leikmanninn fyrir þessa upphæð en Real Madrid þykir líklegasti áfangastaður franska sóknarmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert