Þarf líklegast að fara í aðgerð

Aron Bjarnason lék vel með Val síðasta sumar.
Aron Bjarnason lék vel með Val síðasta sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason hefur ekkert getað leikið með sænska úrvalsdeildarliðinu Sirius á þessari leiktíð vegna meiðsla. Aron kom til félagsins fyrir þessa leiktíð frá Újpest í Ungvjerlandi, en hann spilaði með Val á lánssamningi síðasta sumar. 

„Því miður sneri ég mig illa rétt fyrir tímabil. Þeir hafa ekki fundið út úr þessu fyrr en sennilega núna og ég er líklega á leið í aðgerð fljótlega,“ sagði Aron við mbl.is í kvöld en óvíst er hve lengi hann verður frá keppni.

„Vonandi kemst ég að því í vikunni. Þetta kemur betur í ljós á næstu dögum,“ bætti Aron við. Sirus vann 2:1-sigur á Mjällby í dag og er liðið í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir níu leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert