Brynjólfur gerði þrennu í Noregi

Brynjólfur Willumsson skoraði þrennu.
Brynjólfur Willumsson skoraði þrennu. Ljósmynd/Jon Forberg

Brynjólfur Andersen Willumsson stal senunni er Kristiansund hafði betur gegn Volda í 1. umferð norska bikarsins í fótbolta í dag.

Volda, sem leikur í fjórðu efstu deild, gerði sér lítið fyrir og var 2:0 yfir í hálfleik gegn úrvalsdeildarliðinu. Brynjólfur Darri lagaði stöðuna á 61. mínútu, áður en Amidou Diop jafnaði á 86. mínútu og tryggði Kristiansund framlengingu.

Í henni fullkomnaði Brynjólfur þrennuna því hann kom Kristiansund yfir á 110. mínútu og gulltryggði 4:2-sigur með marki á 119. mínútu og þar við sat.

Mörkin eru þau fyrstu sem Brynjólfur skorar eftir að hann gekk í raðir Kristiansund frá Breiðabliki fyrir þessa leiktíð, en hann hefur enn ekki náð að skora í 13 deildarleikjum í norsku úrvalsdeildinni.

mbl.is