Frá Frakklandi til Danmerkur

Kristófer Ingi Kristinsson í leik með U21-árs landsliði Íslands haustið …
Kristófer Ingi Kristinsson í leik með U21-árs landsliði Íslands haustið 2018. Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnumaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson hefur gert samning við danska úrvalsdeildarfélagið SönderjyskE sem gildir til ársins 2024. Hann kemur til félagsins frá Grenoble í Frakklandi.

Kristófer fór til Willem II í Hollandi frá Stjörnunni árið 2017 og þaðan til Grenoble tveimur árum seinna, en hann lék aðeins sex deildarleiki með franska liðinu. Kristófer var að lokum lánaður til PSV í Hollandi þar sem hann lék vel með varaliði félagsins í hollensku B-deildinni.

Kristófer er ekki eini Íslendingurinn sem hefur leikið með SönderjyskE því Eyjólfur Héðinsson, Hallgrímur Jónasson, Eggert Gunnþór Jónsson, Ísak Óli Ólason, Sölvi Geir Ottesen, Arnar Pétursson, Frederik Schram, Baldur Sigurðsson og Ólafur Ingi Skúlason hafa allir leikið með liðinu.

mbl.is