Rúnar í aðalhlutverki í Meistaradeildinni

Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson var í aðalhlutverki hjá rúmenska liðinu CFR Cluj í 2. umferð Meistaradeildar karla í knattspyrnu í kvöld. 

Cluj lagði Lincoln Red Imps frá Gíbraltar að velli 2:0 í Rúmeníu og komst áfram 4:1 samanlagt. Rúnar átti stoðsendinguna í fyrra marki CFR Cluj á 18. mínútu leiksins og skoraði síðara markið á 58. mínútu. 

Olympiacos, lið Ögmundar Kristinssonar, er einnig komið áfram eftir 1:0 sigur á Neftchi Bakú á útivelli og samanlagt 2:0. Ögmundur var ekki í leikmannahópnum. 

mbl.is