Umspilsleikur blasir við Hólmari og félögum

Hólmar Örn Eyjólfsson í leik Rosenborg og FH í 2. …
Hólmar Örn Eyjólfsson í leik Rosenborg og FH í 2. umferðinni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hólmar Örn Eyjólfsson og samherjar í norska liðinu Rosenborg eru komnir með annan fótinn í fjórðu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta eftir stórsigur á Domzale frá Slóveníu í fyrri leiknum í Þrándheimi í kvöld.

Rosenborg vann Domzale 6:1, eða með sama mun og liðið sló út FH í tveimur leikjum liðanna í 2. umferðinni. Hólmar lék allan leikinn og Dino Islamovic skoraði tvö marka Þrándheimsliðsins sem mætir Rennes frá Frakklandi í leikjum um sæti í riðlakeppni deildarinnar, svo framarlega sem það tapar ekki niður fimm marka forskotinu í seinni leiknum.

Molde frá Noregi náði góðum úrslitum í Tyrklandi þar sem liðið gerði 3:3 jafntefli við Trabzonspor. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á hjá Molde undir lok leiksins.

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Hammarby frá Svíþjóð sem tapaði 3:1 fyrir serbneska liðinu Cukaricki í Belgrad.

Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt sem tapaði 2:1 fyrir Prishtina í fyrri leik liðanna í Kósóvó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert