Pelé aftur á gjörgæslu

Pelé er að glíma við veikindi.
Pelé er að glíma við veikindi. AFP

Brasilíski knattspyrnugoðsögnin Pelé er kominn aftur á gjörgæslu á Albert Einstein-spítalanum í São Paulo í heimalandinu.

Pelé var útskrifaður af spítalanum á dögunum eftir skurðaaðgerð vegna æxlis í ristli. Hinn áttræði Pelé hefur hinsvegar verið lagður inn á nýjan leik vegna öndunarerfiðleika.

Pelé, sem varð heimsmeistari með Brasilíu 1958, 1962 og 1970, greindi frá á samfélagsmiðlum í dag að hann væri á batavegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert