Snýr aftur til Barcelona

Xavi er að taka við Barcelona.
Xavi er að taka við Barcelona. AFP

Xavi Hernández er að taka við knattspyrnuliði Barcelona á Spáni. Það eru nokkrir miðlar sem greina frá þessu í dag, þar á meðal The Guardian, Gerard Romero og Fabrizio Romano en þeir tveir síðastnefndu eru afar vel að sér í málefnum spænska stórliðsins.

Forráðamenn Barcelona settu sig í samband við stjórann fyrir nokkrum vikum síðan en hann stýrir Al-Sadd í efstu deild Katar og hefur gert það undanfarin tvö tímabil eftir að hann lagði skóna á hilluna.

Xavi er goðsögn hjá félaginu en hann er uppalinn hjá Barcelona og lék alls 767 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann skoraði 85 mörk og lagði upp önnur 185.

Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn hjá félaginu í gær eftir fjórtán mánuðu í starfi en gengi Barcelona hefur valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu.

Liðið er í 9. sæti spænsku 1. deildarinnar með 15 stig eftir fyrstu tíu leiki tímabilsins, sext stigum minna en topplið Real Madrid, Sevilla, Real Betis og Real Sociedad.

mbl.is