Fimm óbólusettir lækkaðir í launum

Joshua Kimmich hefur ekki látið bólusetja sig og nú hefur …
Joshua Kimmich hefur ekki látið bólusetja sig og nú hefur hann verið lækkaður í launum hjá Bayern München. AFP

Þýska knattspyrnufélagið Bayern München hefur dregið af launum fimm leikmanna sinna sem allir eru óbólusettir og eru í sóttkví um þessar mundir.

Þessir fimm eru Joshua Kimmich, Serge Gnabry, Eric Maxim Choupo-Moting, Jamal Musiala og Michael Cuisance. Bayern tilkynnti í dag að Choupo-Moting hefði greinst með kórónuveiruna.

Enginn þeirra fór með liðinu til Úkraínu í gær þegar liðið sigraði Dynamo Kiev 2:1 í Meistaradeild Evrópu en allir nema Kimmich léku með liðinu síðasta föstudag þegar meistararnir biðu lægri hlut fyrir Augsburg, 2:1, í þýsku 1. deildinni.

mbl.is