City búið að semja við Haaland

Erling Braut Haaland er á leiðinni í Manchester City.
Erling Braut Haaland er á leiðinni í Manchester City. AFP

Englandsmeistarar Manchester City hafa komist að samkomulagi við norska sóknarmanninn Erling Braut Haaland og mun hann ganga í raðir félagsins frá Borussia Dortmund í Þýskalandi í sumar á 120 milljónir punda. Marca greinir frá.

París SG, Bayern München, Real Madrid og Barcelona sýndu Haaland einnig mikinn áhuga en norski markahrókurinn vill spreyta sig á Englandi.

Haaland, sem er 21 árs, hefur verið einstaklega iðinn við kolann fyrir framan mark andstæðinganna á stuttum ferli en hann skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum með Salzburg og hefur gert 56 mörk í 57 deildarleikjum með Dortmund. Þá hefur hann skorað 12 mörk í 15 landsleikjum með Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert