Mættur aftur eftir tveggja mánaða fjarveru

Daníel Leó Grétarsson er búinn að jafna sig á meiðslum.
Daníel Leó Grétarsson er búinn að jafna sig á meiðslum. Ljósmynd/Robert Spasovski

Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson lék sinn fyrsta leik fyrir pólska knattspyrnuliðið Slask Wroclaw í tæpa tvo mánuði er liðið mátti þola 3:4-tap á heimavelli gegn Gornik Zabrze í pólsku úrvalsdeildinni í dag.

Daníel meiddist í leik gegn Lech Poznan í byrjun apríl og hefur verið frá keppni síðan en hann kom inn á sem varamaður á 82. mínútu í dag.

Leikurinn í dag var hluti af lokaumferð deildarinnar og endar Slask Wroclaw í 15. sæti með 35 stig, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.  

mbl.is