Úrslitaleikurinn í dag

Sara Björk Gunnarsdóttir.verður í eldlínunni í kvöld.
Sara Björk Gunnarsdóttir.verður í eldlínunni í kvöld. AFP

Barcelona og Lyon mætast í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í Torínó kl. 17 í dag. 

Barcelona er ríkjandi meistari en liðið vann 4:0 sigur á Chelsea í úrslitaleiknum í fyrra. Lyon er liðið sem hefur unnið flesta Meistaradeildar titla eða sjö talsins og fimm af síðustu sex. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þriðja mark Lyon í úrslitaleiknum árið 2020, hún verður í eldlínunni í kvöld. 

Barcelona vann Real Madrid í 8- liða úrslitum og Wolfsburg í undanúrslitum. Lyon sló út Juventus í 16- liða og PSG í undanúrslitum.

Barcelona átti fullkomið tímabil í spænsku 1. deildinni og var með 90 stig í 30 leikjum, fullt hús stiga. Lyon er nánast orðið Franskur meistari í sinni deild en liðið er með fimm stiga forystu á PSG þegar tveir leikir eru eftir. 

mbl.is