Fyrsta mark Keflvíkingsins dugði skammt

Samúel Kári Friðjónsson skoraði í dag.
Samúel Kári Friðjónsson skoraði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haugesund hafði betur gegn Viking, 4:2, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leikurinn reyndist afar erfiður fyrir Viking þar sem Kristoffer Løkberg fékk beint rautt spjald á 12. mínútu.

Þrátt fyrir það kom Samúel Kári Friðjónsson Viking yfir með marki úr víti á 20. mínútu, 2:1. Haugesund skoraði hinsvegar þrjú í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn.

Markið er það fyrsta sem Samúel skorar á leiktíðinni en hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Patrik Sigurður Gunnarsson lék allan leikinn í marki Viking. 

Þrátt fyrir tapið er Viking í þriðja sæti með 21 stig eftir 13 leiki.

mbl.is