Frakkinn formlega farinn frá Arsenal

Matteo Guendouzi fagnar sigri með Marseille á síðasta tímabili.
Matteo Guendouzi fagnar sigri með Marseille á síðasta tímabili. AFP/Sylvain Thomas

Franski miðjumaðurinn Matteo Guendouzi hefur skrifað undir samning við franska knattspyrnufélagið Marseille, þar sem hann lék á láni á síðasta tímabili. Kemur Guendouzi frá enska félaginu Arsenal.

Marseille ákvað að nýta sér forkaupsrétt á Guendouzi og greiðir um níu milljónir punda fyrir hann.

Guendouzi lék alla 55 leiki Marseille í öllum keppnum á síðasta tímabili og stóð sig vel.

Á þarsíðasta tímabili var hann á láni hjá Herthu Berlín í Þýskalandi eftir að kastaðist í kekki milli hans og Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal.

Þar á undan hafði Guendouzi leikið 82 leiki í öllum keppnum fyrir Arsenal á árunum 2018 til 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert