Andri á leið til Hollands

Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andri Fannar Baldursson landsliðsmaður í knattspyrnu er á leið til hollenska félagsins NEC Nijmegen frá Bologna á Ítalíu.

Staðarnetmiðillinn De Gelderlander í Nijmegen og nágrenni skýrir frá því í dag að einungis sé eftir að ganga frá því hvort Andri komi á láni frá Bologna eða verði keyptur þaðan, en hann sé samningsbundinn þar til ársins 2025. 

Andri Fannar, sem er tvítugur miðjumaður, hefur verið í röðum Bologna í þrjú ár en hann kom þangað frá Breiðabliki. Hann hefur spilað 15 leiki með liðinu í ítölsku A-deildinni en var lánaður síðasta tímabil til FC Köbenhavn í Danmörku. Þar settu meiðsli strik í reikininginn og Andri kom aðeins við sögu í þremur leikjum í dönsku úrvalsdeildinni.

Andri hefur leikið níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd en hann fór síðan yfir í 21-árs landsliðið í sumar og lék alla þrjá sigurleiki þess í síðasta mánuði þegar liðið tryggði sér sæti í umspili Evrópukeppninnar.

Nijmegen hafnaði í ellefta sæti af átján liðum í hollensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

mbl.is