Hinn fertugi áfram á Spáni og verður leikjahæstur

Joaquín verður áfram hjá Betis.
Joaquín verður áfram hjá Betis. AFP

Hinn 40 ára gamli Joaquín Sánchez hefur framlengt samning sinn við spænska knattspyrnufélagið Real Betis um eitt ár. Hann er mikil goðsögn hjá félaginu ásamt því að vera fyrirliði. 

Joaquín gekk í raðir Betis aðeins 16 ára gamall og lék 218 leiki fyrir félagið þangað til hann gekk til liðs við Valencia árið 2006 þar sem hann var í fimm ár. Eftir það spilaði Joaquín fyrir bæði Málaga og Fiorentina þar til hann gekk aftur í raðir Betis árið 2015. 

Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu Betis með 451 leik. Hann hefur skorað 61 mark og lagt upp önnur 44 á þeim tíma. Hann vantar aðeins 22 leiki til að verða leikjahæsti leikmaðurinn í sögu spænsku A-deildarinnar en það met á fyrrum markvörður Barcelona Andoni Zubizarreta.

Hann spilaði 36 leiki fyrir Betis á síðustu leiktíð og hjálpaði félaginu að vinna spænska bikarinn, fyrsta bikar Betis í 17 ár. 

mbl.is