Diljá lánuð til Norrköping

Diljá Ýr Zomers er komin til Norrköping.
Diljá Ýr Zomers er komin til Norrköping. Ljósmynd/Norrköping

Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers hefur verið lánuð frá Häcken í sænsku úrvalsdeildinni og til Norrköping í B-deildinni. Lánssamningurinn gildir út yfirstandandi leiktíð.

Norrköping er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum frá sæti í umspili.

Diljá hefur ekki átt fast sæti í liði Häcken á leiktíðinni og hefur aðeins komið við sögu í sex leikjum og skorað í þeim eitt mark.

Hún lék með FH, Stjörnunni og Val áður en hún hélt til Svíþjóðar. Hún hefur skorað þrjú mörk í 50 leikjum í efstu deild hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka