Filip Kostic valdi Juventus

Filip Kostic skrifar undir hjá Juventus til 2026.
Filip Kostic skrifar undir hjá Juventus til 2026. Ljósmynd/Juventus

Serbneski landsliðsmaðurinn Filip Kostic gengur til liðs við ítalska stórliðið Juventus. Þetta staðfesti félagið í tilkynningu í dag.

Juventus fær þennan 29 ára leikmann frá þýska félaginu Eintracht Frankfurt en hann hefur verið þar frá 2018 og varð Evrópudeildarmeistari með liðinu á síðasta tímabili. Samningur hans við Juventus gildir til júní 2026. 

Kostic var eftirsóttur og hafnaði tveim félögum í Meistaradeildinni og einnig tilboðum West Ham samkvæmt Sky Sports.

Hann er fjölhæfur knattspyrnumaður og getur spilað í mörgum stöðum en er aðallega miðjumaður. Hann hefur spilað 249 í efstu deild Þýskalands og verið með flestar stoðsendingar á þeim tíma en þær eru 58 talsins.

mbl.is