Fengu ekki vegabréfsáritun fyrir Evrópuleik

West Ham og Viborg mætast á London-vellinum.
West Ham og Viborg mætast á London-vellinum. AFP/Justin Tallis

Nígeríumaðurinn Ibrahim Said og Gambíumaðurinn Alassana Jatta verða ekki með danska liðinu Viborg er það heimsækir West Ham í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun.

Said og Jatta fengu ekki vegabréfsáritun á Englandi vegna reglna fyrir ríkisborgara utan Evrópu, sem settar voru á eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

„Því miður tekur ferlið nokkrar vikur og það er bara ein vika síðan við vissum að við myndum mæta West Ham,“ segir í yfirlýsingu danska félagsins.

mbl.is