Tímamótaleikur hjá Liverpool

James Milner er hokinn af reynslu.
James Milner er hokinn af reynslu. AFP/Paul Ellis

James Milner, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, lék tímamótaleik fyrir liðið á þriðjudagskvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í 2:0-sigri á Rangers í Meistaradeild Evrópu.

Leikurinn var númer 300 hjá hinum 36 ára gamla Milner í öllum keppnum fyrir Liverpool, en hann er á sínu áttunda tímabili í Bítlaborginni.

Milner hefur unnið alla titla sem í boði eru með Liverpool frá árinu 2019, en hann kom á frjálsri sölu frá Manchester City sumarið 2015.

206 leikjanna hafa komið í ensku úrvalsdeildinni, 11 í enska bikarnum, 16 í enska deildabikarnum, 62 í Evrópukeppnum, flestir þeirra í Meistaradeild Evrópu, og fimm í öðrum keppnum, þar á meðal Samfélagsskildinum.

Í leikjunum 300 hefur hann skorað 26 mörk, þar af 19 úr vítaspyrnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert