Hyggjast reyna aftur við Ronaldo

Cristiano Ronaldo fagnar marki sem hann skoraði fyrir Portúgal gegn …
Cristiano Ronaldo fagnar marki sem hann skoraði fyrir Portúgal gegn Gana á HM í Katar í dag. AFP/Manan Vatsyayana

Sádi-arabíska knattspyrnufélagið Al-Hilal íhugar nú að bjóða Cristiano Ronaldo samning að nýju eftir að hann hafnaði tilboði félagsins í sumar.

Al-Hilal bauð í Ronaldo í sumar og samþykkti Manchester United tilboðið.

Ronaldo ákvað hins vegar að lokum að hafna tilboðinu, sem hljóðaði upp á 305 milljónir punda og hefði gert Portúgalann að best launaða knattspyrnumanni heims.

Samningi Ronaldo við Man. United var rift á dögunum og samkvæmt Sky Sports er Al-Hilal áhugasamt um að reyna aftur að fá markaskorarann í sínar raðir.

mbl.is