Verið draumur að spila á þessu stigi

Natasha Anasi í leik með Breiðabliki í sumar.
Natasha Anasi í leik með Breiðabliki í sumar. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslenska landsliðskonan Natasha Anasi gekk til liðs við Noregsmeistara Brann í lok október og skrifaði undir tveggja ára samning. Natasha er fædd í Irving í Texas-fylki í Bandaríkjunum og hefur leikið á Íslandi samfleytt frá árinu 2014, fyrst með ÍBV, þá Keflavík og loks Breiðabliki á síðasta tímabili. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt undir lok árs 2019 og hefur leikið fimm landsleiki fyrir Íslands hönd, þar sem Natasha hefur skorað eitt mark.

„Ég er virkilega spennt. Ég myndi segja að þetta séu skipti sem við fjölskyldan höfum verið að íhuga í nokkurn tíma. Ég var með tveggja ára samning við Breiðablik en þetta kom upp á meðan hann var í gildi. Þetta var alltaf eitthvað sem við fjölskyldan höfðum rætt, að ef eitthvað svona kæmi upp myndum við skoða það.

Svo var Breiðablik mjög indælt og höndlaði aðstæðurnar stórkostlega fagmannlega. Þegar tækifærið bauðst fundum við að þetta væru skipti sem væru rökrétt og kæmu á góðum tíma fyrir mig. Ég er afar spennt og það sakar ekki heldur að þetta eru Noregsmeistararnir,“ sagði Natasha í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið við Natöshu má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert