Real Madrid gerði markalaust jafntefli við Sociedad

Brasilíumaðurinn Rodrygo með boltann í leiknum í kvöld.
Brasilíumaðurinn Rodrygo með boltann í leiknum í kvöld. AFP/Thomas Coex

Real Madrid og Real Sociedad skildu jöfn, 0:0, í toppslag í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Madrídingar voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum en þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að skora.

Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar með 42 stig, fimm stigum á eftir toppliði Barcelona þegar bæði lið hafa leikið 18 leiki. Real Sociedad er í þriðja sæti með 39 stig.

mbl.is