HM-stjarnan baðst afsökunar

Sofyan Amrabat bað liðsfélaga sína og þjálfara afsökunar á hegðun …
Sofyan Amrabat bað liðsfélaga sína og þjálfara afsökunar á hegðun sinni. AFP/Alberto Pizzoli

Knattspyrnumaðurinn Sofyan Amrabat hefur beðið liðsfélaga sína og þjálfara hjá Fiorentina á Ítalíu afsökunar á hegðun sinni á lokadegi félagaskiptagluggans á þriðjudagskvöld.

Amrabat, sem sló í gegn á HM í Katar, var orðaður við Atlético Madrid og Barcelona í janúar. Síðarnefnda félagið lagði fram tilboð í miðjumanninn, sem var hafnað.

Amrabat var allt annað en sáttur við ákvörðun félagsins og neitaði að mæta á fyrstu æfingu liðsins í febrúar. Hann hefur nú beðið félagið afsökunar og mætt til æfinga á nýjan leik.

Var afsökunarbeiðni hans samþykkt og var Marokkóinn í leikmannahópi Fiorentina í bikarleik gegn Tórínó í gær. Byrjaði hann á bekknum en kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert