Þjálfari sló leikmann Bayern (myndskeið)

Mönnum var heitt í hamsi eftir atvikið.
Mönnum var heitt í hamsi eftir atvikið. AFP/Michaela Stache

Nenad Bjelica, knattspyrnustjóri þýska liðsins Union Berlín, fékk beint rautt spjald er liðið mætti Bayern München í þýsku 1. deildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Spjaldið fékk hann fyrir að veitast að Leroy Sané, sóknarmanni Bayern, um miðjan seinni hálfleik.

Bjelica neitaði að láta Sané fá boltann þegar Bayern átti innkast og sló hann svo til þýska leikmannsins í kjölfarið og fékk rautt spjald fyrir.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert