Guli veggurinn kveður Reus (myndskeið)

Marco Reus þakkar fyrir sig
Marco Reus þakkar fyrir sig AFP/Kirill KUDRYAVTSEV

Marco Reus spilaði sinn síðasta leik fyrir Borussia Dortmund í dag þegar lokaumferð þýsku deildarinnar í fótbolta fór fram. Suðurstúkan á Signal Iduna Park, betur þekkt sem Guli veggurinn, kvaddi goðsögnina á einstakan hátt.

Hinn 34 ára gamli Reus hefur verið ein stærsta stjarna Dortmund síðan hann gekk til liðs við félagið frá Borussia Mönchengladbach fyrir tólf árum síðan. Þrisvar sinnum hefur hann verið valinn leikmaður ársins í Þýskalandi og tímabilið 2013/2014 var hann bæði marka- og stoðsendingarhæstur í deildinni.

Reus hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu og lýsti því yfir að hann myndi yfirgefa Dortmund í sumar fyrir skömmu. Reus skoraði og lagði upp í 4:0 sigri Dortmund á Darmstadt í dag og stuðningsmenn hylltu hann fyrir leik, á meðan leik stóð og eftir leik eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert