Jón Arnar vann silfurverðlaun í sjöþraut

Jón Arnar Magnússon hampar silfurverðlaunum sínum í Lissabon.
Jón Arnar Magnússon hampar silfurverðlaunum sínum í Lissabon. Reuters

Fjölþrautarmaðurinn Jón Arnar Magnússon úr Breiðabliki hlaut silfurverðlaun í sjöþraut á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem lauk í Lissabon í dag. Jón Arnar hljóp 1.000 metra hlaup á 2,44:99 og fékk fyrir það 819 stig og endar í öðru sæti með 6233 stig. Tékkinn Roman Sebrle varð heimsmeistari með 6.420 stig sem er hans besti árangur til þessa í sjöþraut. Þriðji varð Rússinn Lev Lobodin með 6.202 stig, en hann náði ekki að hrista Jón af sér í 1.000 metra hlaupinu, en hann hefði þurft að vera 4,5 sekúndum á undan Jóni til þess að hljóta silfur. Árangurinn í þrautinni er sá næst besti sem Jón hefur náð á ferlinum.

Úrslit í 1.000 metra hlaupi:
Roman Šebrle        2,37:86   897 stig   
Stephen Moore       2,42:35   847 stig   
Lev Lobodin         2,43:59   834 stig
Mário Aníbal        2,44:13   828 stig  
Erki Nool           2,44:38   825 stig  
Jón Arnar Magnússon 2,44:99   819 stig   
Oleksandr Yurkov    2,45:04   818 stig
Úrslitin í þrautinni í heild urðu þessi:
1. Roman Šebrle, Tékklandi,      6.420 stig
2. Jón Arnar Magnússon, Íslandi, 6.233 stig  
3. Lev Lobodin, Russlandi        6.202 stig  
4. Stephen Moore, Bandaríkjunum  6.132 stig 
5. Erki Nool, Eistlandi          6.074 stig 
6. Oleksandr Yurkov, Úkraínu     6.059 stig    
7. Mário Aníbal, Portúgal        5.867 stig
Cris Huffins var dæmdur í leik í 60 metra grindahlaupi og hætti keppni.
Árangur Jóns í einstökum greinum: 60 m hlaup: 7,07 sek. 858 stig
Langstökk: 7,74 m. 995 stig
Kúluvarp: 16,34 m. 872 stig
Hástökk: 2,05 m. 850 stig
60 m grindahlaup: 8,09 sek. 959 stig
Stangarstökk: 4,90 m. 880 stig
1.000 m hlaup: 2,44:99 mín. 819 stig.
Samtals: 6.233 stig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert