Skagamenn jafna í Grindavík

Skagamenn hafa jafnað viðureign þeirra og Grindvíkinga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, 1:1, en leikurinn fer fram í Grindavík. Grétar Rafn Steinsson skoraði jöfnunarmark ÍA á 58. mínútu. Nafni hans Grétar Hjartarson náði forystu fyrir heimamenn úr vítaspyrnu á 20. mínútu.
mbl.is