Ísland burstaði Tyrkland, 9:0

Íslenska landsliðið í íshokkí vann stórsigur á Tyrkjum í kvöld.
Íslenska landsliðið í íshokkí vann stórsigur á Tyrkjum í kvöld.

Íslendingar burstuðu Tyrki, 9:0, í lokaleik 3. deildarinnar í íshokkí en leiknum er nýlokið í Skautahöllinni í Laugardalshöll. Þetta var úrslitaleikurinn um efsta sætið en báðar þjóðir höfðu fyrir leikinn tryggt sér sæti í 2. deild. Íslendingar unnu alla fjóra leiki sína og hlutu 8 stig. Jónas Breki Magnússon, Brynjar Þórðarson og Jón Ingi Hallgrímsson skoruðu 2 mörk hver og þeir Stefán Hrafnsson, Úlfar Andrésson og Ingvar Þór Jónsson eitt mark hver.

mbl.is

Bloggað um fréttina