Allt vandlega reiknað út

Liðið sparaði erfiðustu æfingar sínar en vann samt Evróputitilinn.
Liðið sparaði erfiðustu æfingar sínar en vann samt Evróputitilinn. mbl.is/Fimleikasamband Íslan

„Við vissum áður en við fórum út að æfingarnar sem fórum með væru með það háan erfiðleikastuðul að við ættum að geta varið titlinn,“ sagði Björn Björnsson, þjálfari kvennalandsliðsins í hópfimleikum, í samtali við Morgunblaðið eftir að liðið varð Evrópumeistari annað árið í röð.

„Þegar á hólminn var komið þurftum við ekki að nota erfiðustu æfingarnar okkar. Eftir forkeppnina á föstudeginum settumst við yfir þetta og reiknuðum út hvað við þyrftum að gera til að fá nægilega góða einkunn til að vinna.

Við tókum því ekki erfiðustu æfingarnar sem við höfum verið að æfa. Við vorum kannski ekki komin með fullt vald á þeim þannig að við notuðum þær æfingar sem stelpurnar eru með alveg á hreinu og það dugði,“ sagði Björn.

Sjá viðtal við Björn í heild í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert