Anna Hulda og Sigurður með þrjú met hvort

Verkfræðingurinn Anna Hulda Ólafsdóttir bætti þrjú Íslandsmet í dag.
Verkfræðingurinn Anna Hulda Ólafsdóttir bætti þrjú Íslandsmet í dag.

Anna Hulda Ólafsdóttir bætti þrjú Íslandsmet í -63 kg flokki á Íslandsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum á Akureyri í dag en fjölmörg fleiri met féllu.

Anna Hulda setti met þegar hún snaraði 68 kg, og einnig þegar hún jafnhattaði 87 kg, og þar með þriðja metið með því að lyfta 155 kg samanlagt.

Sigurður B. Einarsson náði viðlíka árangri í -94 kg flokki karla en hann snaraði 119 kg og jafnhattaði 145 kg, og lyfti því samanlagt 264 kg.

Katrín Tanja Davíðsdóttir setti tvö met í -69 kg flokki þegar hún snaraði 76 kg og náði samanlagt 160 kg.

Loks setti Lilja Lind Helgadóttir tvö Íslandsmet í flokki 17 ára og yngri, í -75 kg flokki, með því að snara 69 kg og ná samanlagt 153 kg.

Úrslit mótsins:

Stigakeppni kvenna (sinclair stig)

1. Anna Hulda Ólafsdóttir, samtals 155kg og 210,54 sinclair stig

2. Katrín Tanja Davíðsdóttir, samtals 160kg og 202,01 sinclair stig

3. Lilja Lind Helgadóttir, samtals 153kg og 183,46 sinclair stig

Íslandsmeistarar eftir flokkum:

-63kg flokki:

1. Anna Hulda Ólafsdóttir, LFR, 68kg snörun, 87kg jafnhnöttun, samtals 155kg.

-69kg flokki:

1. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ármann, LFR, 76kg snörun, 84kg jafnhnöttun, samtals 160kg.

-75kg flokkur:

1. Lilja Lind Helgadóttir, LFR, 69kg snörun, 83kg jafnhnöttun, samtals 153kg.

+75kg flokkur:

1. Guðrún Sólveig Sigurgrímsdóttir, Ármann, 43kg snörun, 64kg jafnhnöttun, samtals 107kg.

2. Fríða Björk Einarsdóttir, KFA, 35kg snörun, 50kg jafnhnöttun, samtals 85kg.

3. Hildur Björk Þórðardóttir, 85 LFR, 32kg snörun, 45kg jafnhnöttun, samtals 77kg.

Stigakeppni karla (sinclair stig)

1. Gísli Kristjánsson, LFR, samtals 315kg og 336,14 sinclair stig

2. Sigurður Bjarki Einarsson, Ármann, samtals 264kg og 302,92 sinclair stig

3. Andri Gunnarsson, KFA, samtals 270kg, 285,97 sinclair stig

-69kg flokki:

1. Kjartan Ágúst Jónasson, UÍA, 67kg snörun, 97kg jafnhnöttun, samtals 163kg.

-77kg flokki:

1. Stefán Þór Jósefsson, KFA, 55kg snörun, 75kg jafnhnöttun, samtals 130kg.

-85kg flokki:
1. Ari Bragi Kárason, KFA, 86kg snörun, 117 jafnhnöttun, samtals 203kg
2. Gísli Rafn Gylfason, Ármann, 75kg snörun, 100kg jafnhnöttun, samtals 175kg

-94kg flokki:

1. Sigurður Bjarki Einarsson, Ármann, 119 snörun, 154kg jafnhnöttun, samtals 264kg

2. Bjarmi Hreinsson, UÍA, 90kg snörun, 130 jafnhnöttun, samtals 220kg
3. Haukur Sigurðsson, Ármann, 86kg snörun, 114jafnhnöttun samtals 200kg

-105kg flokki:

1. Árni Freyr Stefánsson, KFA, 110kg snörun, 130kg jafnhnöttun, samtals 240kg.

+105kg flokki:

1. Gísli Kristjánsson, LFR, 150kg snörun, 165kg jafnhnöttun, samtals 315kg

3. Kristján Logi Einarsson, KFA, 61kg snörun, 75kg jafnhnöttun, samtals 136kg

2. Andri Gunnarsson, KFA , 110kg snörun, 160kg jafnhnöttun, samtals 270kg

mbl.is