Franskur sigur í tugþrautinni

Rico Freimuth, Kevin Mayer og Kai Kazmirek eftir tugþrautarkeppinina á ...
Rico Freimuth, Kevin Mayer og Kai Kazmirek eftir tugþrautarkeppinina á heimsmeistaramótinu í London. AFP

Franski tugþrautakappinn Kevin Mayer bar sigur úr býtum á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í London í kvöld. Þjóðverjarnir Rico Freimuth og Kai Kazmirek fylgdu svo á hæla Mayer. Freimuth fékk silfurverðlaun og Kazmirek hreppti bronsverðlaun.

Það voru 8768 stig sem skiluðu Mayer sigrinum í tugþrautinni, en Freimuth kom þar á eftir með 8564 stig og Kazmirek halaði svo inn 8488 stigum. Árangur Mayer á mótinu er besti árangur ársins 2017 í tugþraut.

Bandaríkjamaðurinn Ashton Eaton á heimsmetið í tugþraut karla, en hann náði 9045 stigum þegar hann tryggði sér sigur í tugþrautarkeppninni á Ólympíuleikunum í Peking árið 2015. 

mbl.is