HK enn með fullt hús

Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær. Ljósmynd/A&RPhotos

HK er enn með fullt hús stiga í Mizuno-deild karla í blaki eftir 3:0-sigur á Stjörnunni á útivelli í gær. HK hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í deildinni en Stjarnan lék sinn fyrsta leik í gær. 

HK hafði yfirhöndina allan tímann í 1. hrinu og vann að lokum 25:15. Sagan var sú sama í 2. hrinu, 25:18, en þriðja hrinan var jafnari. Að lokum vann HK hrinuna hins vegar 25:20 og þar með leikinn 3:0. 

Gary House skoraði 16 stig fyrir HK og Benedikt Baldur Tryggvason bætti við 14 stigum. 

mbl.is