Fyrsta HM-gull í þrettán ár

Róbert Ísak Jónsson.
Róbert Ísak Jónsson. Ljósmynd/Íþróttasamband fatlaðra

Róbert Ísak Jónsson, sundmaður úr Firði og SH, varð í fyrrinótt fyrstur Íslendinga í þrettán ár til að vinna gullverðlaun á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi en mótið stendur nú yfir í Mexíkó.

Róbert, sem er aðeins 16 ára, sigraði í 200 metra fjórsundi í flokki S14 þroskahamlaðra á 2:19,34 mín. eftir harða keppni við Cho Wonsang frá Suður-Kóreu. Þetta er sami flokkur og Jón Margeir Sverrisson keppti í og vann silfur á HM 2013 og 2015. Nokkra sterka keppendur vantaði þar sem mótinu var upphaflega frestað vegna náttúruhamfara.

Síðasti gullverðlaunahafi var Gunnar Örn Ólafsson sem fékk tvenn gullverðlaun í Hong Kong árið 2004. Íslendingar voru afar sigursælir á mótunum frá 1989 til 2002, með Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Ólaf Eiríksson og Kristínu Rós Hákonardóttur í fararbroddi. Með sigri Róberts hefur Ísland nú hreppt 33 gullverðlaun á HM frá upphafi.

Sonja Sigurðardóttir fékk bronsverðlaun í 100 m skriðsundi í flokki S4 hreyfihamlaðra þar sem hún synti á 2:334,77 mín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »