Annað banaslys í skíðabrekkunum

Slysið átti sér stað við Lake Louise.
Slysið átti sér stað við Lake Louise. AFP

Þýskur skíðakappi lést í keppni í hlíðum við Lake Louise í Kanada í gær eftir að hafa fallið og hafnað í öryggisneti utan brautar. Alþjóðaskíðasambandið staðfesti þetta í dag.

Um er að ræða hinn 17 ára gamla Max Burkhart, en keppnin fór fram í sömu hlíð og fyrsta heimsbikarmót kvenna þetta tímabilið um síðustu helgi. Þar féllu einmitt margar skíðakonur í keppninni.

Þetta er í annað sinn í vetur sem skíðamaður lætur lífið í Kanada, en í síðasta mánuði lést Frakkinn David Poisson á æfingu í Nakiska þar sem hann undirbjó sig fyrir heimsbikarinn.

mbl.is