Freydís náði fínum árangri í svigi

Freydís Halla Einarsdóttir á leikunum í Pyeongchang.
Freydís Halla Einarsdóttir á leikunum í Pyeongchang. AFP

Freydís Halla Einarsdóttir keppti í nótt í svigi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu og náði fínum árangri. Hún var með 46. besta árangur keppenda fyrir leikana og hafnaði hún í 41. sæti og hækkaði sig því um nokkur sæti.

Freydís skíðaði fyrri ferðina á 56,49 sekúndum og var með 46. besta tímann og seinni ferðina á 56,66 sekúndum og var það 42. besti tíminn. Samanlagt var hún því á 1:53,15 mínútu, rúmum 14 sekúndum á eftir Frida Hansdotter frá Svíþjóð. Wendy Holdener frá Sviss hafnaði í 2. sæti og Karharina Gallhuber frá Austurríki í 3. sæti.

Freydís keppti í stórsvigi síðustu nótt en náði þá ekki að ljúka keppni.

Frida Hansdotter er ólympíumeistari.
Frida Hansdotter er ólympíumeistari. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert