Hirscher vann gullið – Sturla lauk ekki keppni

Marcel Hirscher með gullið um hálsinn.
Marcel Hirscher með gullið um hálsinn. AFP

Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason lauk ekki keppni í stórsvigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt. Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher stóð uppi sem sigurvegari á samtals tíma upp á 2:18,04 mínútur en hann fór fyrri ferðina á 1:08,27 mínútum og þá seinni á 1:09,77 og vann um leið sitt annað gull á leikunum.

Hirscher hafði betur gegn Norðmanninum Henrik Kristoffersen sem fór á tímunum 1:09,58 og 1:09,73, samtals á 2:19,31 og 1,27 sekúndu á eftir Hirscher.

Frakkinn Alexis Pinturault var þriðji á 2:19,35, á 1:08,9 í fyrri ferð og 1:10,45 í seinni ferð.

Sturla Snær var númer 61 í rásröðinni og fór út úr brautinni neðarlega í fyrri ferð sinni samkvæmt vef RÚV. Hann verður aftur á ferðinni á fimmtudag er hann keppir í svigi.

Sturla Snær Snorrason.
Sturla Snær Snorrason. Ljósmynd/SKÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert