Norðfirðingar bikarmeistarar kvenna

Leikmenn Þróttar Neskaupsstað fagna bikarmeistaratitlinum í dag.
Leikmenn Þróttar Neskaupsstað fagna bikarmeistaratitlinum í dag. mbl.is/Hari

Þróttur frá Neskaupstað er bikarmeistari kvenna í blaki en liðið hafði betur 3:2 gegn HK í dag í skemmtilegum úrslitaleik í Digranesi.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

HRINA I: 21:25

1:3 HK fékk fyrsta stigið en gestirnir síðan virkað mun ákveðnari.

2:6 Gestirnir frá Norðfirði nýta sér vel alla veikleika HK, sem eru nokkrir svona í upphafi leiks og sóknir þeirra máttleysislegar.

7:12 HK tekur leikhlé enda hefur ekki gengið alveg nægilega vel hjá stúlkunum á meðan Þróttarar eru gríðarlega ákveðnir og spila vel, sérstaklega er uppspilarinn Ana Maria öflug á þessum fyrstu mínútum.

8:16 Annað leikhlé hjá HK og ekki að ósekju, það er eins og allur vindur sé úr heimaliðinu um þessar mundir.

12:17 Aðeins hefur lifnað yfir HK og Hanna María setur tvær uppgjafir beint í gólfið. Ásar þar.

18:23 Þróttur tekur leikhlé enda hefur HK heldur betur vaknað til lífsins og gert fjögur stig í röð.

21:25 Það var djúpt á síðustu stigum Þróttar og mikilvgt fyrir HK að aðeins að ranka við sig í restina.

Frá leiknum í Digranesi í dag.
Frá leiknum í Digranesi í dag. mbl.is/Hari

HRINA II: 25:23

2:6 Mér fannst eins og lið HK væri að halda áfram þeim góða kafla sem liðið sýndi í lok fyrstsu hrinu. En nú er allt komið við það sama hjá liðinu, hver mistökin af öðrum og Norðfirðingar láta það ekki framhjá sér fara. HK tekur leikhlé.

5:10 Norðfirðingar virðasst hreinlega vera of ssterkir fyrir heimaliðið í dag. Allt annar bragur á leik Þróttar en HK og mér sýnist alveg ljóst í hvað stefnir hér. HK tekur sitt annað leikhlé.

10:13 Ágætur kafli hjá HK þar sem liðið vann nokkrar langa kafla. Maður skyldi líklegast aldrei segja aldrei.

13:15 Þróttarar taka leikhlé eftir flotton kafla hjá heimakonum sem berjast um alla bolta og hafa uppskorið nokkur erfið stig með þeim hætti. Það hleypir skapi í mannskapinn.

19:18 HK yfir í fyrsta sinn í leiknum síðan staðan var 1:0 í fyrstu hrinu. Liðið hefur leikið mjög vel og barist gríðarlega síððustu mínúturnar og það skilar sér. Þróttur tekur leikhlé.

25:23 Veit ekki alveg hvernig hrinan endaði því stigataflan bilaði og samkvæmt mínum kokkabókum átti Þróttur þá að vera 21:19 yfir en þegar taflan komst í lag eftir langan tíma var staðan 20:19 fyrir HK. Lokakaflinn var hins vegar æsispennandi þó svo ekki væri á hreinu hvernig staðan var. En virðist sem HK hafi unnið 25:23.

HRINA III: 21:25

4:2 Besta byrjun HK til þessa. Allt annað að sjá til liðsins.

10:6 HK-konur að spila eins og englar. Barist um hvern bolta, flottar sóknir og fjölbreyttar. Allt annað og meira gaman að sjá til liðsins núna. Þróttur tekur leikhlé.

10:10 Fljótt skipast veður í lofti. Hávörnin þétt hjá gestunum og alltaf tvær á móti miðjumanninum sem mátti sín lítils og uppspilarinn hefði mátt sjá þetta og spila ekki alltaf á miðjuna.

13:13 HK tekur leikhlé, en liðið var komið í 13:11 og Þróttarar hafa tekið tvö síðustu stigin. Skemmtileg og jöfn hrina þar sem fallagir hlutir sjást hjá báðum liðum.

18:18 Langar og skemmtilegar skorpur sem liðin vinna á víxl. Frábær hrina hja´báðum liðum.

19:20 HK tekur leikhlé og menn ræða málin og fara yfir hvað skal gera til að landa þessari hrinu.

19:23 Ekki gagnaðist leikhléið HK

21:25 Furðulegt lokastig þar sem boltinn fór augljóslega í leikmkann Þróttar og útaf, en dómarinn dæmdi ekki á það og Norðfirðingar fögnuðu sigi. Furðulegt að hafa fjóra línuverði og enginn þeirra virtist sjá hvað gerðist, en þetta var alveg við dómarastólinn og því erfitt fyrir dómarann sjálfan að sjá þetta. Frábær hrina og báðum liðum til mikils sóma.

HRINA IV: 25:15

2:0 HK byrjar fínt en ekki kæmi það á óvart þó gestirnir kæmu sterkir inn er líður á hrinuna.

5:9 Allt búið að vera í járnum í þessari hrinu en HK tók síðustu fjögur stig í röð og breytti stöðunni úr 5:5 í 9:5 og Þróttur tekur leikhlé.

13:6 Þróttarar taka leikkhlé og nú verður örugglega messað yfir þeim því leikur þeirra síðusut mínúturnar hefur verið skelfilegur eins og staðan sýnir.

17:12 Þróttur lagaði aðeins stöðuna með einföldum leik, spilað hátt út á kantinn þar sem Gomez setti allt í gólfið. Blak þarf ekki að vera flókin íþrótt. HK tekur leikhlé.

22:13 HK með flottan kafla og fátt virðist geta komið í veg fyrir að við fáum oddahrinu.

25:15 Oddahrina staðreynd. Skemmtilegt og það skal bent á að karlaleikurinn átti að byrja fyrir um stundarfjórðungi, en ljóst að hann tefsst eitthvað.

ODDAHRINA: 7:15

1:1 HK byrjaði með boltan en tapaði honum, Þróttarar senda í netið.

1:4 Og HK sendir líka í netið og síðan flott sókn hjá Þrótti og önnur í kjölfarið. Þrjú stig í röð og HK tekur leikhlé.

2:6 HK að vinna boltan með flottri sókn en Þróttarar komust í 6:1.

3:8 Uppspilarinn Ana Maria með stórbrotna laumu og gestirnir 8:3 yfir þegar liðin skipta um vallarhelming.

5:11 HK tekur leikhlé enda ekki mikið eftir og Þróttarar líklegri til afreka.

7:15 Bikarinn í höfn hjá Norðfirðingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert