600 hjá Ovechkin

Alex Ovechkin.
Alex Ovechkin. AFP

Rússinn Alex Ovechkin skoraði sitt 600. mark í NHL-deildinni amerísku í íshokkíi í fyrrinótt þegar lið hans Washington Capitals sigraði liðið frá slóðum Vestur-Íslendinga, Winnipeg Jets, 3:2 í höfuðborginni.

Ovechkin skoraði tvívegis í leiknum og er kominn í 20. sæti yfir markahæstu menn í sögu deildarinnar.

Ovechkin er 32 ára og þrefaldur heimsmeistari með Rússum en hefur ekki tekist að vinna NHL-titilinn. Hann ætti að eiga nokkur ár eftir á ísnum og er líklegur til að hækka töluvert á listanum yfir þá markahæstu. Hefur hann leikið allan sinn feril með Washington og var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 2004.

Kanadíska goðsögnin Wayne Gretzky er markahæstur frá upphafi með 894 mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert